17.08.1931
Neðri deild: 31. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 316 í C-deild Alþingistíðinda. (2401)

38. mál, vegalög

Jónas Þorbergsson:

Út af andmælum hv. þm. Borgf. gegn því, að málið fái að fara til n., við ég láta þá ósk í ljós, að málinu verði vísað til n. nú á þessu stigi. Það er með réttu talið mikils virði fyrir framgang mála yfirleitt, að þau hljóti meðmæli n., og ég geri ráð fyrir því, að þeir ýmsu hv. þm., sem óska að koma með brtt. við frv., kjósi að eiga þess kost að ræða málið við n. og fá meðmæli hennar, ef þess yrði kostur. Ég leyfi mér því að æskja þess, að umr. verði frestað og málinu vísað til nefndar.