17.08.1931
Neðri deild: 31. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 318 í C-deild Alþingistíðinda. (2405)

38. mál, vegalög

Pétur Ottesen:

Það var ekki hægt að skilja hv. 1. þm. S.-M. á annan veg en að hann liti svo á, að þetta mál kæmi alls ekki til álita hér í d., nema því yrði vísað til hinnar starfsömu samgmn. Sýnir þetta, hvernig þessi hv. þm. lítur á alla aðra þm. en þá, sem sæti eiga með honum í þessari hv. n. En ég hafði nú haldið, að málið kæmi engu síður til álita d. fyrir það, þó að því yrði ekki vísað til n. Reyndar gætti þessa sama hjá þeim öðrum samgmnm., sem hér hafa látið ljós sitt skína, enda er það augljóst af því, sem sagt hefir verið, að tilgangur n. með því að heimta málið nú er ekki annar en sá, að fá tækifæri til að svæfa það á þessu þingi. — hv. 1. þm. S.-M. sagði og eitthvað á þá leið, að frv. kæmi ekki nema 3 kjördæmum að góðu. Fæ ég ekki séð, að það skipti nokkru máli í þessu sambandi, hvort svo er eða ekki, enda stendur öllum þm. opin leið til að bera fram þær brtt. við frv., sem þeir kunna að óska.