20.08.1931
Neðri deild: 34. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 323 í C-deild Alþingistíðinda. (2417)

38. mál, vegalög

Forseti (JörB):

Það má vera, að hv. samgmn. sé það vorkunnarmál, þó að henni hafi ekki unnizt tími til að afgr. svo stórt mál sem þetta, sökum þess, að margvíslegar brtt. frá ýmsum hv. þdm. hafa komið við frv. frá því það kom hingað í þd. Hinsvegar kom það berlega í ljós nú fyrir skömmu, að nokkur hluti hv. þd. vildi ekki vísa málinu til n. Ég viðurkenni það fullkomlega, að það eru allmikil vandkvæði á því fyrir hv. þdm. að greiða atkv. um jafnmargvíslegar till. og lítt athugaðar og hér liggja nú fyrir, sem menn vita ekki um, hve víðtækar eru og hvaða áhrif mundu hafa á framkvæmd þessara mála. Hv. samgmn. hefir því mikið til síns máls, þegar hún vill fá þetta mál aftur til frekari íhugunar. En þar sem hv. þd. hefir falið hv. samgmn. málið, þá þykir mér hlýða, að deildin fái einnig að skera úr því nú, hvort umr. skuli fara fram um málið eða það skuli nú tekið út af dagskrá.