13.08.1931
Efri deild: 28. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 418 í C-deild Alþingistíðinda. (2503)

265. mál, umboðslaun opinberra starfsmanna

Flm. (Jón Baldvinsson):

Ég get ekki annað en þakkað þær undirtektir, sem þetta frv. hefir fengið, eins og reyndar við var að búast, eftir þeim umr., sem hér fóru fram í gær, svo að ég sé ekki rétt að standa á móti, að málið fari til n., enda get ég engu um það ráðið. Ég vil aðeins endurtaka það, sem ég sagði áðan, að ég vona, að frv. verði afgr. þaðan svo fljótt sem auðið er til afgreiðslu í þinginu.