29.07.1931
Neðri deild: 15. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 1318 í B-deild Alþingistíðinda. (2578)

Afgreiðsla þingmála

Héðinn Valdimarsson:

Ég vil leyfa mér að mælast til þess, að hæstv. forseti taki á dagskrá á morgun frv. til l. um breyt. á 1. nr. 45 1929, um verkamannabústaði, því það er margt í því frv., sem liggur á að afgreiða.

Ennfremur vil ég leyfa mér að gera þá fyrirspurn til hæstv. forseta, hvort honum sé nokkuð kunnugt um, hvað nefndastörfum líður. Það eru mörg frv., sem við þm. Alþýðuflokksins höfum flutt og vísað hefir verið til nefnda, sem eru búin að liggja þar lengi, sum allt upp í 9 daga, án þess nokkur skil á þeim hafi komið frá nefndunum.