14.08.1931
Neðri deild: 29. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 1324 í B-deild Alþingistíðinda. (2598)

Afgreiðsla þingmála

Forseti (JörB):

Það er rétt, sem hv. þm. segir um þetta, en n. hafa þessi mál til meðferðar, og ég ætla, að ég hafi sagt hv. þm. það. Um frv. um jöfnunarsjóð ríkisins er það að segja, að eftir því sem n. segir, mun a. m. k. einhver hl. hennar leggja með málinu, og því hefi ég dregið að taka það á dagskrá. Hinsvegar mun ég gera það, ef hv. 3. þm. Reykv. heldur fast við ósk sína um, að málið sé þegar tekið á dagskrá. Ég bjóst við, að það yrði greiðara upp á framgang málsins, ef einhver hl. n. mælti með því. En annars get ég vel skilið, að hv. þm. leiðist þessi dráttur, og skal ég beina því til hlutaðeigandi n., að hún flýti störfum.