17.07.1931
Neðri deild: 3. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 55 í B-deild Alþingistíðinda. (26)

1. mál, fjárlög 1932

Forsrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Það gleður mig, að hv. þm. G.-K. skuli aftur hafa tekið gleði sína, því að hann er nú í ólíkt betra skapi en áður, eftir þá útrás, sem skap hans fékk í hinni fyrri ræðu hans. — Hvað þau fjármál snertir, sem hv. þm. talaði um, mun fjvn. fá allar þær upplýsingar, sem n. óskar eftir, eins og ég áður hefi skýrt frá, en um kjördæmaskipunina býst ég við, að við munum fá tækifæri til að ræða saman síðar á þinginu, og get því sparað mér að koma inn á það nú.