20.08.1931
Efri deild: 34. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 1329 í B-deild Alþingistíðinda. (2617)

Afgreiðsla þingmála

Halldór Steinsson:

Hv. 5. landsk. sagði, að þessum málum hefði ávallt verið sýnd velvild innan þingsins, en mér komu þau ummæli frekar einkennilega fyrir, þar sem öll þessi mál hafa legið fyrir undanfarin þing og ekki fengið afgreiðslu ennþá.

Fyrsta málið kom fram á þinginu 1929, en dagaði þá uppi í hv. Nd. Öll komu svo málin fram á þinginu 1930, og voru þá sett í nefnd hér í þessari hv. d., en þau dagaði uppi eins og fleira. Hv. 2. landsk. var að tala um það, að Íhald og Framsókn hefðu tekið höndum saman um að drepa málin á því þingi, en ég verð að benda honum á það, að ég flutti á því þingi minnihl.álit um, að þessi mál skyldu ná fram að ganga. En meiri hl. sjútvn., hv. 2. þm. S.-M. og hv. þáv. þm. Ak., stóðu þar sameinaðir á móti.

Mér virðist því, að málunum hafi verið lítil vinsemd sýnd, öllu frekar andúð, og vænti því fastlega, að nú verði þau straumhvörf innan þingsins, að þau nái fram að ganga.