22.08.1931
Efri deild: 38. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 1335 í B-deild Alþingistíðinda. (2628)

Afgreiðsla þingmála

Jón Baldvinsson:

Ég þykist hafa fullt vald til þess að ávíta hv. 1. landsk. fyrir tómlæti um Sogsvirkjunarmálið, sem hann þykist þó bera fyrir brjósti. Ég hefi sýnt, hvernig hann hefir gersamlega látið hjá líða að koma þessu máli áfram í þinginu, og það skyldi þá ekki vera af því, sem sagt er í bænum, — og hv. 4. landsk. leiddi þetta bæjarslúður inn í umr. —, að það séu ekki sömu interessur, sem knýja hv. 1. landsk. til þess að vera með Sogsvirkjuninni nú eins og í vetur.