19.08.1931
Efri deild: 33. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 569 í B-deild Alþingistíðinda. (274)

1. mál, fjárlög 1932

Jón Baldvinsson:

Það var hæstv. forsrh., sem gaf mér tilefni til að gera aths. Hann tók það réttilega fram, að ég vildi stj. litlar heimildir gefa og fannst því ekki sitja á mér að tala eins og ég gerði um að stj. notaði þær heimildir, sem fjárl. kynnu að fela í sér. Um mínar till. er það að segja, að þær eru yfirleitt fyrirskipanir til stj. Aðaltill. mínar í atvinnubótamálinu eru fyrirskipanir til stj., ríkisframkvæmdir fyrirskipaðar fyrir 250 þús. kr., styrkur til bæjar- og sveitarfélaga gegn 2/3 framlags á móti 250 þús. Hjá mér er því ekki um að ræða aðrar heimildir en þær, sem felast í till. í XXX. brtt. En nú hefir það verið upplýst, að hæstv. ráðh. hefir bjargráðasjóð til þess að lána sveitar- og bæjarfélögum, svo till. er óþörf, og eins hitt, að taka lán til atvinnubóta. Ég skýrði það líka í gær, að ég teldi, að líklegt væri eftir venju, að fjárl. gæfu svo mikinn afgang, að á slíku væri ekki þörf.

Þá vill hæstv. forsrh. heimta það af mér og mínum flokksmönnum, að við greiðum atkv. móti stefnu okkar í skattamálum. Við höfum komið með till. um það, á hvern hátt ríkið eigi að mæta þessari kreppu. En þetta frv. hefir ekki verið virt þess að taka það til afgr. á þinginu. Þessari stefnu og málum okkar er því hafnað, því þinginu verður vafalaust slitið bráðlega, svo það verður ekki útrætt frekar en ýms önnur mál.

Hæstv. forsrh. og flokkur hans hefir borið fram frv. í Nd. um dálitla úrbót í þessu efni. Eftir þessu frv. er ætlazt til, að veitt sé úr ríkissjóði 500 þús. kr. til atvinnubóta, og ríkissjóður afli til þess tekna á sérstakan tiltekinn hátt, og svo er heimtað af bæjar- og sveitarfélögum, að þau leggi fram 2/3 á móti. Þetta yrðu talsverðar atvinnubætur, ef unnið væri fyrir 1½ millj. En nú skildist mér á hæstv. forsrh. í gær, að ekki væri tækifæri til að koma þessu í framkvæmd. Ég geri ráð fyrir, að þessi till. hafi haft fylgi flokks hæstv. ráðh. og það hafi því verið líkur til, að hún næði samþ. á þinginu. En hvernig stendur þá á því, að þetta er ekki samþ.