17.07.1931
Neðri deild: 3. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 57 í B-deild Alþingistíðinda. (30)

1. mál, fjárlög 1932

Forsrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Ég vil taka það fram, að dylgjur hv. þm. Vestm. um það, að ríkissjóður hafi átt við alveg sérstaka örðugleika að stríða undanfarið, eiga við engin rök að styðjast. Ég get tekið undir það með hv. þm., að þurfa muni vaskleg átök til að ráða fram úr þeim vandræðum, sem nú steðja að okkur sem öðrum þjóðum, en ég hefi hinsvegar enga trú á því, að umr. sem þessar verði til að greiða fram úr nokkrum vandkvæðum.