17.07.1931
Neðri deild: 3. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 612 í B-deild Alþingistíðinda. (312)

4. mál, fjáraukalög 1930

Forsrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Þetta frv. var fullprentað í vetur, er þing var rofið, en hafði ekki verið útbýtt. Er ekki ástæða til að fara um það mörgum orðum að þessu sinni, þar sem því fylgja ýtarlegar aths. Ég vil aðeins minna á, að árið 1930 var einstakt ár í sinni röð vegna hátíðarinnar, enda standa 2/3 hlutar gjalda á fjáraukalögunum í beinu sambandi við alþingishátíðina. — Vil ég leggja til, að þessu máli verði vísað til fjvn.