21.08.1931
Efri deild: 35. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 629 í B-deild Alþingistíðinda. (351)

2. mál, fjáraukalög 1929

Jakob Möller:

Ég sé þetta bara ekki í 47. gr. Hún segir ekki annað en það sama og 44. gr. „Það er afl atkvæða, ef meiri hl. þm. þeirra, sem á fundi eru og atkvæðisbærir, gera annaðhvort að játa eða neita“. Ég hefi hvorki heyrt hv. 2. landsk. láta né neita og ekki færa ástæðu fyrir. Enda má minna hæstv. forseta á það, að hann hefir áður fellt úrskurð samkv. 47. gr. gagnstæðan þeim, sem hann er nú að reyna að fella.