22.08.1931
Efri deild: 38. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 632 í B-deild Alþingistíðinda. (365)

2. mál, fjáraukalög 1929

Jakob Möller:

Ég ætla í raun og veru ekki að ræða málið sjálft. (Forseti: Ég veit þá ekki, hvers vegna hv. þm. hefir staðið upp). Ég tel, að þetta mál sé ekki réttilega komið hingað til 3. umr. Ég skoraði á hæstv. forseta í lok 2. umr. um LR. að bera þann úrskurð sinn, að hv. 2. landsk. væri ekki atkvæðisbær, undir þessa hv. deild. Þessu neitaði hæstv. forseti, þrátt fyrir skýlaust ákvæði 44. gr. þingskapa, að gera slíkt, sé þess krafizt af einhverjum þm. Hæstv. forseti bar því við við 2. umr., að málið væri þegar afgr. til 3. umr. Hvort málið er því hér löglega eða ólöglega til umr., byggist á því, hvort þessi úrskurður forseta er réttur eða rangur. Þess vegna krefst ég þess, að þessi úrskurður hæstv. forseta sé borinn undir hv. deild, og ef deildin fellir úrskurðinn, er málið hér ólöglega til umr.