22.08.1931
Efri deild: 38. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 636 í B-deild Alþingistíðinda. (376)

2. mál, fjáraukalög 1929

Magnús Torfason: Ég skal ekkert um það segja, hvort úrskurður forseta um það, hvenær þm. sé atkvæðisbær, sé réttur eða ekki. Það stendur svo á, að forseti hefir oft úrskurðað þetta. Við umr. fjárl. var það t. d. margoft tekið gilt, að brtt. væri samþ. með 7:6 atkv. og 1 greiddi ekki atkv. (HSteins: Það var af því, að því var ekki mótmælt).

Ég hefi ekkert sagt um það, hvort úrskurður forseta sé réttur eða rangur. Það, sem ég sagði, var, að úrskurður forseta væri lög fyrir deildina í þessu efni.

Hvað það snertir, hver geti kært úrskurð forseta, var þeim skilningi, sem ég hefi haldið fram, slegið föstum á vetrarþinginu 1916, fyrsta þinginu, sem þessum þingsköpum var beitt.