10.08.1931
Neðri deild: 25. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 656 í B-deild Alþingistíðinda. (398)

3. mál, landsreikningar 1929

Forsrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Hv. þm. N.-Ísf. hefir átt illt með að átta sig á því, út á hvaða braut hann er kominn. Það hefir ekki nægilega þýðingu, að hann standi við orð sín. Hann segir, að einhver annar hafi sagt sér. Það er alveg hreint fyrir neðan allar hellur að fara að slúðra hér á Alþ. um eitthvað, sem einhver hefir sagt honum. Hann hefir lýst því yfir, að hann vilji gefa upplýsingar privat. Hvað á ég að gera við það? Ég frábið mér það alveg hreint. Hann verður fyrst og fremst að standa við það gagnvart þeim manni, sem í hlut á og gagnvart almenningsálitinu. Það er algerlegu ótækt að taka fyrir menn utan þings, og það gerir það enginn nema þessi hv. þm. (ÓTh: Ætli fyrrv. dómsmrh. hafi aldrei gert það?). Hér er um að ræða skipun til 4 ára og lögin gera hiklaust ráð fyrir fleirum en einum. — Ef þm. fer að hafa orð eftir mönnum utan deildar, þá er að færa sönnur á það, og það verður hann að gera um það er lýkur.