11.08.1931
Neðri deild: 26. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 674 í B-deild Alþingistíðinda. (417)

3. mál, landsreikningar 1929

Forsrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Það er óviðkunnanlegt, þegar menn greinir á um, hvað sagt er í prívatsamtali. Ég býst við, út af þessari reynslu, að það væri skynsamlegra, að orðsendingar færu fram skriflega. Hv. þm. G.-K. játar það rétt vera, að spurningin var eingöngu í sambandi við kosningarnar, og ég hefi það fyrir reglu að svara ekki meiru en ég er spurður um.