11.08.1931
Neðri deild: 26. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 674 í B-deild Alþingistíðinda. (418)

3. mál, landsreikningar 1929

Hannes Jónsson [óyfirl.]:

Ég vil benda hv. 2. þm. Skagf. og hv. þm. G.-K. á það, að ég hygg mann jafnsekan við landslög, hvort sem hann stelur hundi í Gullbr.- og Kjósarsýslu eða hesti norður í Húnavatnssýslu. (ÓTh: Eða asna í Húnavatnssýslu).