11.08.1931
Neðri deild: 26. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 674 í B-deild Alþingistíðinda. (419)

3. mál, landsreikningar 1929

Haraldur Guðmundsson [óyfirl.]:

Ég heyri sagt, að hv. frsm. segi lítið mark takandi á því, sem ég hefi sagt og að búið sé að samþykkja öll þau útgjöld, sem eru á landsreikningnum. Ég vil benda honum á, að það er ekki búið að samþykkja fjáraukalög fyrir 1929. Í öðru lagi hefir hann sagt, að ég hefði ekki vit á reikningsfærslu. Það þýðir ekki að tala um vitsmuni okkar, en ég vona, að hann sjái, að það eru fast að 6 millj., sem eru fram yfir áætlun, og af því eru 1700 þús. kr., sem greiddar hafa verið samkv. sérstökum l. og þál. Af því verður séð, hve miklu ríkisstj. sjálf hefir ráðstafað. Með þessu hefi ég svarað hv. þm. V.-Húnv. að öðru en því, sem snertir hundinn og hestinn.