27.07.1931
Neðri deild: 13. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 693 í B-deild Alþingistíðinda. (456)

8. mál, innflutningur á sauðfé

Frsm. (Bjarni Ásgeirsson):

Ég get haft um þetta fá orð. N. leggur einhuga með því, að þetta frv. nái fram að ganga. Henni er ljóst, að þarna getur að vísu verið um að ræða nokkra sýkingarhættu fyrir innlent fé og einnig um allmikinn kostnað. En þegar litið er á, hver nauðsyn er að leita allra bragða, sem hægt er að finna, til þess að létta undir með hinum íslenzka landbúnaði í þeim þrengingum, sem hann á við að stríða, telur n., að þessa tilraun verði að gera og æskir skjótrar afgreiðslu á málinu. Hinsvegar treystir hún því, að öllum varnarráðstöfunum verði beitt af hálfu ríkisstj. gegn sýkingarhættu og gætt hinnar ýtrustu sparsemi í fjármálunum.

Um brtt. þær, sem fram hafa komið frá hv. þm. Ak., hefi ég það að segja fyrir n. hönd, að hún telur þær flestar til bóta og allar meinlausar.