29.07.1931
Neðri deild: 15. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 694 í B-deild Alþingistíðinda. (458)

8. mál, innflutningur á sauðfé

Pétur Ottesen:

Af því að hv. frsm. n. er ekki viðstaddur, skal ég fara nokkrum orðum um brtt. þær, sem n. flytur. 1. og 3. brtt. eru aðeins orðabreyt., sem ekki er ástæða til að fjölyrða um.

Um 2. brtt., við 13. gr., frv., er öðru máli að gegna. Hún er öryggisákvæði, sem n. vill setja inn í frv., til enn frekari tryggingar gegn tjóni af þessum fjárinnflutningi, og er hún ein af þeim brtt,. sem hv. þm. Ak. hafði komið með við frv. við 2. umr., en var þá tekin aftur. Þessi brtt. fjallar um það, að ef fyrir kæmi ómerkingur, sem líkur gæti verið til, að væri af þessu einblendingsfé, þá væri heimilt að selja þá með þeim skildaga, að þeim væri lógað innan viku frá söludegi. Þetta er ein af þeim mörgu öryggisráðstöfunum, sem settar eru í þessu frv. gegn þeirri hættu, sem leitt gæti af innflutningi þessa fjár, ef ekki er gætt hinnar ýtrustu varfærni.