07.08.1931
Efri deild: 23. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 708 í B-deild Alþingistíðinda. (482)

7. mál, búfjárrækt

Pétur Magnússon:

Ég er samþykkur hv. 1. þm. Reykv. um það, að það er óheppileg leið, sem Nd. hefir valið, þegar hún að nokkru leyti afsalaði sér fjárveitingavaldinu og í hendur stj., en það verður að gá að því, að fjárlagafrv. er ekki komið í gegnum þingið og þessi till. á eftir að koma hér til umr. og atkv., og ég er sannfærður um það, að þessi hv. d., sem hefir orð á sér fyrir að vera varkár í fjármálum, lætur það óhapp ekki henda sig að láta þessa till. ganga fram, heldur tekur tíma úr fjárl. hér, og hv. l. þm. Reykv. mun sanna, að svo fer.