30.07.1931
Efri deild: 16. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 724 í B-deild Alþingistíðinda. (503)

5. mál, verðtollur

Frsm. meiri hl. (Ingvar Pálmason):

Ég hefi ekki margt að segja fyrir hönd meiri hl. fjhn. um þetta fram yfir það, sem leiðir af þeirri stuttu grg., sem fylgir frv. Meiri hl. fellst á, að eins og nú standa sakir, sé ekki annað hægt en að framlengja lögin um verðtollinn, eins og þetta frv. fer fram á. Ég skal þó geta þess, að hv. minni hl. n., sem ekki hefir skilað áliti og ekki haft ástæður til að skila því, tjáði, þegar ákvörðun var um þetta tekin í n., að hann væri ekki fyllilega viðbúinn að taka afstöðu til málsins. Nú hefir hæstv. forseti lesið upp, að brtt. frá hv. minni hl. væri útbýtt. Um þær get ég ekkert sagt, fyrr en ég hefi séð þær, en þær eru ekki komnar í deildina ennþá.

Ég geri ráð fyrir, að það sé ekki ástæða til að hafa lengri framsögu fyrir hönd n. nú að sinni, en ég, get búizt við, að meiri hl. þurfi að láta í ljós sína skoðun um brtt., þegar þær eru fram komnar.