05.08.1931
Efri deild: 21. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 770 í B-deild Alþingistíðinda. (537)

5. mál, verðtollur

Jakob Möller:

Ég vildi segja örfá orð út af þeirri nýju vizku, sem hv. 2. landsk. sagði, að ég flytti um það, að ríkissjóður þyrfti að fá lán til daglegra útgjalda. Þessarar vizku hefði hv. þm. getað aflað sér eins og ég við umr. fjárl. í Nd. Þar var það upplýst, að ríkissjóður hefir stofnað lausaskuldir að upphæð ½ millj. En þessum hv. þm. ætti af reynslunni að vera kunnugt um starfsháttu stj., og sérstaklega þegar þess er gætt, að þessi hv. þm. var neyddur til að setja haft á hana. En það er dálítið hæpið fyrir fyrrv. stuðningsmenn stj. að vera að bera fram frv. sem jöfnunarsjóðsfrv., þar sem þeir ættu að hafa reynslu fyrir því, að henni er ekki trúandi fyrir að fara með fjármál. Það er nú hvorki meira né minna en 4 millj., sem Alþýðufl. ætlar að skaffa stj. Þetta veit hv. þm. eins vel og ég.