27.07.1931
Neðri deild: 13. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 104 í B-deild Alþingistíðinda. (58)

1. mál, fjárlög 1932

Haraldur Guðmundsson:

Ég ætla aðeins að segja fáein orð út af starfsháttum þingsins. Það hefir verið venja, að brtt. gangi til n. áður en umr. er lokið. (Forseti: Þær eiga líka að gera það nú). Ég hygg, að langréttast sé að fresta umr. Það eru í meira lagi einkennileg vinnubrögð, að láta þm. tala sig dauða, áður en fjvn. lætur í ljós álit sitt.