27.07.1931
Neðri deild: 13. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 104 í B-deild Alþingistíðinda. (59)

1. mál, fjárlög 1932

Einar Arnórsson:

Ég er alveg sammála hv. þm. Seyðf. og hv. þm. Vestm. um það, að verði farið að fresta fundi nú um klt., verður svo á kvöldið liðið, þegar taka skal til aftur, að ekki tekur því að halda fundi áfram þá.

Mér sýnist vinningurinn yrði lítill, því að hv. þm. koma þá á morgun allir syfjaðir og óvitrari en þeir eru vanir að vera, og síðari villan yrði verri en sú fyrri!