22.07.1931
Neðri deild: 7. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 855 í B-deild Alþingistíðinda. (595)

73. mál, Byggingarsjóður verkamanna í Reykjavík

Flm. (Héðinn Valdimarsson):

Samkv. lögunum um verkamannabústaði á ríkið að ábyrgjast helming og bærinn helming af lánum til þeirra. Byggingarfélag verkamanna í Reykjavík tókst ekki að fá lán með þessu móti, en fékk hinsvegar loforð um 200 þús. kr. lán hjá dönsku ríkistryggingunni gegn ábyrgð íslenzka ríkisins. Virðist ekki meiri hætta fylgja þessari ábyrgð en ýmsum öðrum, en þörfin hinsvegar óvenju aðkallandi. Þess má geta, að lán þetta er í raun réttri tekið samkv. samkomulagi miðstjórnar allra flokka milli þinga. Stendur því aðeins á formlegu samþykki þingsins til að fá lánið útborgað, en á því ríður mjög, að það geti orðið sem fyrst, því að þegar er byrjað á byggingunni. Vil ég mælast til, að málinu verði vísað til 2. umr. og afgr. út úr deildinni í dag með afbrigðum frá þingsköpum.