29.07.1931
Efri deild: 15. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 858 í B-deild Alþingistíðinda. (611)

37. mál, löggilding verzlunarstaðar að Súðavík

Magnús Torfason:

Þetta frv. var hér fyrir þinginu í vetur og var þá sett í nefnd.

Þetta er gamall verzlunarstaður, og er eiginlega merkilegt, að ekki er búið að löggilda hann fyrir löngu, en til þess er sú ástæða, að verzlun var á næsta bæ við Súðavík. Nú er sú verzlun lögð niður, og er því nauðsynlegt að löggilda þennan stað.

Ég sé ekki ástæðu til þess, að mál þetta fari til n., og geri það að till. minni, að það gangi áfram nefndarlaust.