21.07.1931
Neðri deild: 6. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 861 í B-deild Alþingistíðinda. (644)

35. mál, sjóveita í Vestmannaeyjum

Flm. (Jóhann Jósefsson):

Það er eins ástatt með þetta mál og hið síðasta (frv. um rekstrarlánafélög fyrir bátaútveg og smáiðju), að það var flutt hér á þinginu, sem rofið var, sökum áskorana frá bæjarstj. í Vestmannaeyjum, og sætti þá engum mótmælum, en dagaði uppi í Ed. Eins og sést á grg., er bærinn að koma sér upp sjóveitu til fiskþvottar, og það er svo eðlilegt og sjálfsagt, að Alþ. styrki hann í því, að ég tel óþarft að fjölyrða um það frekar. Ég vil mælast til þess, að frv. verði vísað til 2. umr. og allshn.