08.08.1931
Efri deild: 24. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 862 í B-deild Alþingistíðinda. (654)

35. mál, sjóveita í Vestmannaeyjum

Frsm. (Jakob Möller):

Ég þarf ekki að hafa neina framsögu um málið. Frv. þetta virðist mjög vel úr garði gert, og þetta er nauðsynjamál Vestmannaeyinga, sem sjálfsagt er að veita góðar undirtektir. Vitamálastjóri hefir haft mál þetta til athugunar, og fylgir því umsögn hans. Nefndin leggur til, að málið verði látið ganga áfram breytingalaust.