12.08.1931
Neðri deild: 27. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 869 í B-deild Alþingistíðinda. (698)

16. mál, atvinna við siglingar

Frsm. (Guðbrandur Ísberg):

Sjútvn. hefir haft frv. þetta til meðferðar og leggur til, að það sé samþ. óbreytt. Frv. felur í sér allmiklar orðabreyt., en aðeins eina efnisbreyt., þ. e., að ákvæðið um, að skipstjóri riti inn í sjóferðabók hegðunarvottorð sjómanns, falli burt. Sjómenn eru mjög óánægðir með þetta ákvæði, og álítur n., að það nái ekki tilgangi sínum. Nágrannaþjóðir okkar hafa fellt það niður af sömu ástæðum, og sumar þjóðir, t. d. Englendingar, hafa aldrei lögtekið slíkt ákvæði. Vildum við því vænta þess, að frv. yrði samþ.