13.08.1931
Efri deild: 28. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 870 í B-deild Alþingistíðinda. (712)

135. mál, skattgreiðsla h/f Eimskipafélags Íslands

Frsm. (Jón Þorláksson):

Þetta frv. felur í sér framlenging um 2 ár á núgildandi ákvæðum um skattgreiðslu Eimskipafélags Íslands og felur það í sér, að félagið losnar við að greiða tekju- og eignarskatt og útsvar gegn tilteknum skilyrðum. Að því er ríkissjóð snertir er þetta ekki neinn tekjumissir, því ekki er hægt að gera ráð fyrir, að um tekju- eða eignarskatt sé að ræða, sem nokkru nemi. Aftur má segja, að þessi löggjöf svipti Reykjavík einhverju í útsvari.

N. er sammála um að leggja til, að frv. verði samþ.