14.08.1931
Efri deild: 29. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 872 í B-deild Alþingistíðinda. (728)

102. mál, fiskveiðasjóðsgjald

Frsm. (Jónas Jónsson):

Þetta frv. er borið fram af hv. þm. Barð. og miðar að því að gera innheimtumönnum ríkissjóðs léttara fyrir með útreikning á þessum gjöldum, eins og greinargerð frv. ber með sér. Bæði hv. Nd., sem samþ. frv. óbreytt, og hv. sjútvn. þessarar d. hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að þótt þetta sé ekki stórmál, þá stefni það í rétta átt, og leggja því til, að það verði samþ. óbreytt.