14.08.1931
Efri deild: 29. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 880 í B-deild Alþingistíðinda. (748)

86. mál, embættiskostnaður sóknarpresta og aukaverk

Magnús Torfason:

Ég er ekki vanur að nota aths., en vegna ummæla hv. 6. landsk. verð ég að segja hér nokkur orð.

Ég var ekki að bera saman laun presta og sýslumanna, heldur var ég að tala um það, hvernig launagreiðslunum væri háttað.

Ég hélt, að hv. 6. landsk. myndi vera mér þakklát fyrir það, að ég er með frv. yfirleitt. Ég mælti með því í nefnd. (GL: Sei. sei!). Ég held, að þetta sé ekki nema launauppbót. Við getum talið lækna. Þeir hafa ýms skrifstofustörf, sem áríðandi er, að gerð séu vel. Þeir fá þó engan skrifstofukostnað. Og ef prestar eiga að fá greiddan skrifstofukostnað, eiga læknar engu síður að fá hann greiddan.

3. gr. frv. sýnir, að hér er um launauppbót að ræða. Þar segir, að fyrir aukaverk beri prestum þóknun eftir gjaldskrá, er ráðuneytið setur til 10 ára í senn.

Ég hefi litið svo á, að þetta væri tilbóta fyrir presta í kauptúnum, sem þykja rýr brauð. En ég vil ekki gera neina breyt. á ákvæðum launalaganna um kostnað embættismanna, því með því væri skapað fordæmi, og má því búast við, að fleiri komi á eftir.