03.08.1931
Neðri deild: 19. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 896 í B-deild Alþingistíðinda. (766)

45. mál, útflutningur á nýjum fisk

Haraldur Guðmundsson [óyfirl.]:

Mér þætti vænt um að fá yfirlýsingu hæstv. forsrh., og var hún mér algerlega fullnægjandi.

Hv. frsm. telur ástæðuna fyrir því, að n. vildi ekki binda stuðninginn við samvinnufélagskap, vera þá, að ekki væri víst, að hægt væri að fá 15 menn til að mynda þennan félagsskap. Þetta er hreinasta fjarstæða. 15 menn eru ekki nema skipshöfn af 2 bátum. Það myndi því aldrei þurfa að koma til neinnar undanþágu, því að það er ekki hugsanlegur frá mínu sjónarmiði félagsskapur um útflutning, sem færri stæðu að en 15 manns. Ef allir þeir, sem að veiðunum standa, eru í félagsskapnum, þá geta þeir ekki færri verið. En ef hinsvegar er gert ráð fyrir, að útvegsmennirnir séu einir um félagsskapinn og fiskimennirnir séu þar ekki með, þá gæti verið erfitt að fá þessa tölu.