06.08.1931
Neðri deild: 22. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 902 í B-deild Alþingistíðinda. (775)

45. mál, útflutningur á nýjum fisk

Forseti (JörB):

Mér hefir borizt skrifl. brtt. frá hv. 1. þm. Skagf., svo hljóðandi: „Við 1. gr. Niðurlag 1. málsgr., „enda sé á þeim stöðum ... tekur gildan“. orðist svo: enda sé öllum frjáls þátttaka og atkvæðisréttur óbundinn að samvinnuháttum. Skal á þeim stöðum vera nauðsynlegur útbúnaður til fiskgeymslu og afgreiðslu skipanna, sem útgerðarstjórn tekur gildan“.

Þar sem brtt. þessi er of seint fram komin og auk þess skrifleg, verður að leita tvennra afbrigða frá þingsköpum, til þess að hún megi koma til umr. og atkvgr.