28.07.1931
Neðri deild: 14. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 149 í B-deild Alþingistíðinda. (86)

1. mál, fjárlög 1932

Héðinn Valdimarsson:

Ég skil ekki, hvað hæstv. forsrh. meinar með þessum orðum sínum. Hann veit fullvel, að það hefir hingað til verið venja, að viðhaft sé nafnakall, þó að bara einn þm. hafi óskað þess, og það munnlega. Mér þykir undarlegt, ef fara á að breyta út af þeirri reglu nú. Ég ætla að biðja hæstv. forseta að bíða með atkvgr. þar til við höfum fengið tíma til þess að skrifa beiðnina.