17.08.1931
Efri deild: 31. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 924 í B-deild Alþingistíðinda. (882)

218. mál, gjald af innlendum tollvörutegundum

Frsm. (Ingvar Pálmason):

Þetta frv. fer fram á, að innlend iðnfyrirtæki, sem stofnuð hafa verið eftir að lög nr. 50 1927 gengu í gildi, njóti sömu ívilnana um tollgreiðslur eins og þau, sem áður voru stofnuð.

Fjhn. telur till. í mesta máta sanngjarna. Og þó að þessi brtt. sé sérstaklega fram komin vegna eins fyrirtækis, þá álítur n., að fleiri gætu risið upp, og verði lögunum ekki breytt í þessa átt, þá eru ákvæði í 2. gr., sem hindrað gætu stofnun slíkra félaga. N. leggur því eindregið til, að frv. verði samþ.