17.08.1931
Neðri deild: 31. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 944 í B-deild Alþingistíðinda. (951)

25. mál, lendingarbætur á Eyrarbakka

Jóhann Jósefsson:

Ég get verið stuttorður. — Ég hafði nokkra sérstöðu innan sjútvn., eins og sést á því, að ég hefi skrifað undir nál. með fyrirvara. Þó að ég væri samþykkur meðnm. mínum um að breyta orðalagi 1. gr. frv., þá gat ég ekki fallizt á að láta „ákvæði um stundarsakir“ niður falla. Ég hefi hugsað mér, ef brtt. við l. gr. verður samþ., að bera þá fram skriflega brtt. við „ákvæði um stundarsakir“. Ég tók eftir, að hv. 1. þm. Árn. vænti þess, að n. tæki brtt. sínar aftur til 3. umr. Það er ekki á minn valdi að ákveða neitt um það, en þar sem mér þykir ekki ósennilegt, að n. muni verða við þessum tilmælum, þá skal ég ekki tala lengra mál að sinni um þetta.