28.07.1931
Neðri deild: 14. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 150 í B-deild Alþingistíðinda. (98)

1. mál, fjárlög 1932

Haraldur Guðmundsson:

Ég ætla að leyfa mér að spyrja hæstv. forseta, hvort 18000 kr. sé svo smávægileg upphæð, að ekki megi biðja um nafnakall um hana.

Ég ætla ekki að setjast niður fyrr en ég fæ svar, því að annars gæti hæstv. forseta dottið í hug að neita mér um orðið. Ég krefst svars hæstv. forseta samstundis. Er 18000 kr. till. of smávægileg, til þess að fáist nafnakall um hana. Já eða nei!