28.07.1931
Neðri deild: 14. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 151 í B-deild Alþingistíðinda. (99)

1. mál, fjárlög 1932

Forseti (JörB):

Hv. þm. Seyðf. er enginn stjórnarherra hér á Alþ. og hann verður að haga sér eins og þingvenja er. (HG: Ég óska svars). Hv. þm. hljóta að sjá, að ef ætti að fara að hafa nafnakall um allar brtt., mundi það ganga langt fram á nótt. Er ekki ennþá meiningin hjá hv. þm. að krefjast nafnakalls um allar brtt. við 2. umr. fjárlaganna?