24.02.1932
Efri deild: 10. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1345 í B-deild Alþingistíðinda. (1001)

41. mál, ríkisábyrgð á innstæðufé Útvegsbanka Íslands

Jón Þorláksson:

Það hefir verið gerð grein. í hv. Nd. fyrir afstöðu Sjálfstæðisflokksins til þessa frv. Er því ekki þörf að endurtaka það hér, að öðru en því, að rétt þykir að undirstrika það, að vandræði útvegsbankans eiga að miklu leyti rót sína að rekja til hins sama og þess, er olli Íslandsbanka vandræða fyrir réttum tveim árum, 1930. Þessi sameiginlega orsök er ábyrgð sú, er tekin var á Lands bankanum á þinginu 1928. Þá leiddist þingið út í að gæta þess ekki, að ekki stoðar að ábyrgjast innlansfé manna í sumum peningastofnunum; ef aðrar njóta ekki hins sama. Þetta kom á daginn með Íslandsbanka, þetta er að koma á daginn með Útvegsbankann. En þótt frv. þetta verði ,samþ., þá verður ekki þar með látið staðar numið. Þegar tekin hefir verið ábyrgð á innstæðufé allra bankanna hér í Rvík, þá færist leikurinn ú um landið. Þegar á bjátar, mun féð streyma frá sparisjóðnum og færast yfir til þeirra peningastofnana; sem ríkið ábyrgist. Verður þetta sparisjóðunum að falli, ef ekki er gert við í tíma. Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki neita um þessa ábyrgð meðan samskonar ábyrgðir gilda um aðra banka eða peningastofnanir. En hann vill, að ríkið komist svo fljótt sem hægt er, og samtímis, úr þeim öllum.