24.02.1932
Efri deild: 10. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1346 í B-deild Alþingistíðinda. (1003)

41. mál, ríkisábyrgð á innstæðufé Útvegsbanka Íslands

Fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson):

Ég mun ekki fara í neinar orðahnippingar að þessu sinni um það, hverjar sakir eða hvaða vinninga hver flokkur eigi í málefnum Útvegsbankans og Íslandsbanka. Til þess gefst væntanlega tækifæri síðar. Ég get þó getið þess, að höfuðástæðu fyrir því, sem gerðist í málefnum Íslandsbanka 1930, og þess, er gerist nú um Útvegsbankann, á rót sína að rekja til þess, að þingið 1921 veitti Íslandsbanka ábyrgð á láni og tók á sig ábyrgð á stjórn hans að nokkru leyti.