24.02.1932
Efri deild: 10. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1346 í B-deild Alþingistíðinda. (1004)

41. mál, ríkisábyrgð á innstæðufé Útvegsbanka Íslands

Jón Þorláksson:

ég gaf ekkert tilefni í ræðu minni til þess að fara að meta verðleika flokkanna í málefnum bankanna. Til þess verður eflaust tækifæri síðar. Ég get þó ekki látið það standa ómótmælt, að framlag það, sem samþ. var til handa Íslandsbanka 1921, sé á nokkurn hátt rótin til þess, að Útvegsbankinn er í vandræðum nú 1932. Slíkt á sér engan stað, nema hvað segja mætti, að ef stofnunin hefði án þeirra aðgerða liðið undir lok, þá væri hún ekki í vandræðum nú. En auk þess fór nú svo með þessa ábyrgðarheimild 1921, að hún varð ekkert annað en lán, sem veitt var gegn fullri handveðstryggingu. Og það lán varð ekki bankastofnun þessari að falli, heldur er það fyrst og fremst bankalögin frá 1928. En auk þess eru ýmsar fleiri ástæður, sem hafa stutt að hinu sama, en út í þær fer ég ekki að þessu sinni.