24.02.1932
Neðri deild: 9. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1379 í B-deild Alþingistíðinda. (1074)

33. mál, ljósmæðra- og hjúkrunarkvennaskóli Íslands

Magnús Guðmundsson:

Ég vildi leyfa mér að spyrja hv. flm., hvort það sé ætlazt til með frv. þessu, að landlæknir hætti að kenna ljósmæðranemum, því að eins og kunnugt er hefir landlæknir haft þá kennslu með höndum áður. Mig langar að heyra, hvað hv. flm. ætlast fyrir um þetta.