08.03.1932
Neðri deild: 23. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1385 í B-deild Alþingistíðinda. (1085)

33. mál, ljósmæðra- og hjúkrunarkvennaskóli Íslands

Lárus Helgason:

Við 1. umr. þessa máls gerði ég grein fyrir því, að ég teldi óheppilegt að hafa það fastbundið, að ljósmæðraefni gætu ekki komizt í þennan skóla nema vera eitt ár, og fyrir því hefi ég borið fram brtt. á þskj. 115, sem fer fram á að gefa efnilegum stúlkum kost á að ljúka náminu á 9 mán., ef sveitarstjórn óskar og héraðslæknir mælir með því. Ég get nefnil. vel búizt við, að það geti komið fyrir, að sveitarstjórnir vilji fá eina stúlku frekar en aðra til þess að nema þessi fræði, en þar sem viða hagar svo til í sveitum, að mjög fatt er um stúlkur, þá má vel vera, að hægt verði fyrir sveitarstjórnirnar að fá þá æskilegustu til námsins, ef námstíminn er ekki nema 9 man., því að fjöldi stúlkna hefir ekki ráð á að missa sumarmánuðina frá því að vinna heima. Hér gæti því vel komið fyrir, að sveitirnar misstu af goðum ljósmæðraefnum fyrir þessar sakir. Er því betra, að þessi leið sé til; a. m. k. getur hún engu spillt. Vænti ég því, að brtt. mín fái góðan byr í deildinni.