08.03.1932
Neðri deild: 23. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1400 í B-deild Alþingistíðinda. (1107)

33. mál, ljósmæðra- og hjúkrunarkvennaskóli Íslands

Pétur Ottesen:

það er aðeins örstutt aths. Það getur vel verið, að þegar hv. þm. Ísaf. er að tala við þessa menn og stappa í þá stálinu að gera kröfu til aukaborgunar, þó að þeir hafi áður 14 þús. kr. árslaun, að þeir gangi nú ekki svo hart á móti þessum velunnara sínum, að þeir slái því framan í hann, að heim sé engin þægð í þessu. Hitt efast ég ekki um, þrátt fyrir andmæli hv. þm., að ef Alþingi vill ákveða svo, að þessi störf skuli unnin án aukaborgunar, þá telji þeir sér skylt og ljúft að verða við þeirri ákvörðun þingsins.

Hann sagði, að þessi kennsla kæmi ójafnt niður, en þá er heilbrigðisstj. auðvelt að raða störfunum svo niður, að ekkert ósamræmi verði í því. Þessi ástæða hv. þm. er því ekkert annað en yfirskotsástæða.