08.03.1932
Neðri deild: 23. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1401 í B-deild Alþingistíðinda. (1109)

33. mál, ljósmæðra- og hjúkrunarkvennaskóli Íslands

Jón Auðunn Jónsson:

Hv. þm. ísaf. var að tala um, að engin takmörk væru fyrir því, hvað sveitarstjórnir gætu verið vitlausar. Ég hygg, að hann eigi þar við bæjarstj. á Ísafirði, því að þar var það fellt með miklum meiri hl. atkv. að fela bæjarstj. að gæta hagsmuna bæjarins.