12.03.1932
Efri deild: 27. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1402 í B-deild Alþingistíðinda. (1113)

33. mál, ljósmæðra- og hjúkrunarkvennaskóli Íslands

Halldór Steinsson:

ég er sannfærður um, að þetta mál er þarft og gott, en hitt er ekki álitamál, að breyt. sú, sem hv. Nd. gerði á frv., er allsendis ótæk. Í 3. gr. frv. eins og það liggur hér fyrir, segir, að námstíminn sé eitt ár, en síðan er því bætt við, að veita megi undir vissum kringumstæðum leyfi til að ljúka námi á 9 mánuðum. Þetta er alveg ótækt, enda munu þess finnast engin dæmi um skóla eða skólalög, að námstími sé mismunandi, á þá lund, sem hér er ætlazt til. Námstími ljósmæðra er eftir frv. svo stuttur sem frekast er forsvaranlegt, og erlendis er hann yfirleitt til muna lengri. Þess vegna er eitt ár sá allra skemmsti tími, sem til mála getur komið, og þó mjög tvísýnt, að ljósmæður geti orðið fullkomlega starfinu vaxnar af ekki lengri námstíma. Ég bendi aðeins á þetta til athugunar fyrir n., og vona, að hún sjái sér fært að leggja til, að deildin breyti þessu aftur, þannig að námstíminn sé undantekningarlaust eitt ár.