22.04.1932
Neðri deild: 57. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1398 í C-deild Alþingistíðinda. (11166)

284. mál, samvinnufélög

Héðinn Valdimarsson:

Hv. 1. flm., þm. V.-Húnv., hefir litlu svarað því, sem ég setti út á frv., og ekki getað varið það í einstökum atriðum. Þess er og heldur ekki von, því það er ekkert vit í frv. Og þótt n. kunni að geta lagað það eitthvað, þá mun ég þó aldrei verða með því meðan það hefir nokkurn svip af þessu frv., sem nú liggur fyrir.

Viðvíkjandi því, sem hv. þm. talaði um lagabrot, vil ég segja það, að ég og flokksmenn mínir munum rísa gegn öllu þrælahaldi, þó lögbundið sé, og jafnt lögum um að horfella verkamannastéttina í smákauptúnunum. Og þeir, sem stuðla að því, að frv. þetta verði að lögum, munu sjá, að þeim verður aldrei hægt að framfylgja. Þetta frv. er alveg sambærilegt við ríkislögregluna hér fyrrum, og þetta verður aldrei framkvæmt, meðan þeir verkamenn lifa, sem nú eru uppi.